Umhverfis Hornafjörður

Umhverfis Hornafjörður er samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Nýheima Þekkingarseturs, SASS og Vöruhússins, styrkt af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Megin markmið verkefnisins er að efla hringrásarhagkerfi á Hornafirði auk þess að skapa regnhlíf fyrir þau verkefni sem nú þegar eru í gangi á svæðinu í anda hringrásarhagkerfisins. Verkefnastjóri Nýheima Þekkingarseturs hefur umsjón með verkefninu en myndaður hefur verið […]

Þolmarkarannsókn á Breiðamerkursandi

Rannsókn á þolmörkum við Jökulsárlón og á Breiðamerkursandi er samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Náttúrustofu Suðausturlands. Verkefnið er unnið fyrir Vatnajökulsþjóðgarð með aðkomu Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði sem og annarra fagstofnana og sérfræðinga Vatnajökulsþjóðgarðs. Markmið þolmarkarannsóknarinnar er að meta ástand svæðisins og gera áætlun um hvernig tryggja megi sjálfbæra þróun þess. Könnuð eru þolmörk náttúru, […]

Nýr forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands

Náttúrustofa Suðausturlands er nágranni okkar í Nýheimum og forstöðumaður stofunnar situr í stjórn Nýheima þekkingarseturs. Náttúrustofan og þekkingarsetrið á í farsælu samstarfi og vinnur nú meðal annars í sameiningu að þolmarkarannsókn á Breiðamerkursandi fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Núverandi forstöðumaður náttúrustofunnar, Kristín Hermannsdóttir, hefur sagt upp störfum og hefur dr. Lilja Jóhannesdóttir starfsmaður stofunnar verið ráðin í starfið. Á […]

Ársfundur Nýheima þekkingarseturs 24.mars 2022

Ársfundur Nýheima þekkingarseturs verður haldinn í sal Nýheima fimmtudaginn 24. mars kl. 15:00. Auk venjubundna aðalfundarstarfa flytur Kristín Vala, verkefnastjóri setursins, erindi um þjónustu við fjarnema og Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga, kynnir niðurstöður verkefnisins Byltingar og byggðaþróun sem setrin unnu saman að. Allir velkomnir!