Mikið um að vera hjá setrinu

Síðasta vika hefur verið viðburðarík hjá starfsfólki setursins.  Verkefnastjórar setursins Guðný Gígja og Anna héldu á þriðjudaginn 22. mars áhugaverðan súpufund í hádeginu og kynntu verkefni sitt sem kallast Gróska. Gróskuverkefnið hlaut styrk úr Matvælasjóði og er í samstarfi við Vöruhúsið og SASS en var að frumkvæði stjórnarmanna í félaginu \”Grósku félagslandsbúnaði\”. Styrkurinn sem hlaust […]

Opið fyrir umsóknir í Matvælasjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matvælasjóð 2022. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvæla um land allt. Sjóðurinn veitir styrki í fjórum flokkum: Bára: Styrkir verkefni á hugmyndastigi, úr hugmynd í verkefni. Kelda: […]

Dagur atvinnulífsins á Suðurlandi

woman, laptop, desk-1851464.jpg

“Dagur atvinnulífsins á Suðurlandi” verður haldinn í fyrsta sinn fimmtudaginn 28. apríl 2022, frá kl. 10:00 – 17:00 á Hótel Selfossi. Svf. Árborg stendur að deginum í samstarfi við Háskólafélag Suðurlands, Atorku og Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA). Þema ráðstefnunnar er atvinnulífið, nýsköpun og menntun á Suðurlandi þar sem fyrirlesarar koma úr röðum atvinnurekanda, Samtökum atvinnulífsins, Rannís, FSu og Háskólafélags […]

Heimsókn í Nýheima

Í dag er 20 ára afmælisþing Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Hornafirði haldið hátíðlegt. Meðal gesta á Höfn í tilefni dagsins eru fulltrúar rannsóknarsetra Háskóla Íslands um allt land, dr. Jón Atli rektor Háskóla Íslands og Áslaug Arna háskóla-. iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þorri fór með hópinn í kynningu um Nýheima og Vöruhúsið í dag og hittu […]

Staða og líðan ungra karlmanna í landsbyggðarsamfélagi

Staða Og Líðan Ungra Karlmanna í Landsbyggðarsamfélagi Umfjöllun um slakt námsgengi drengja innan skólakerfisins hefur verið nokkuð áberandi undanfarið þar sem áherslan hefur verið á umfjöllun um slaka lestrarkunnáttu þeirra en drengir standa verr að vígi en stúlkur í þeim efnum (Guðrún Hálfdánardóttir, 2019). Þá hefur Hermundur Sigmundsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík og Háskólann […]

Opposing Force

This Handbook of Tools and Techniques is one of the main outputs from the Erasmus+ Knowledge Sharing project entitled: Opposing Force – How to Combat the On-going Drain of Young Adults from Rural Areas. The need for such a project was clearly identified in previous research, and by policymakers, youth workers and civic society organisations […]

Þolmarkarannsókn á Breiðamerkursandi

Rannsókn á þolmörkum við Jökulsárlón og á Breiðamerkursandi er samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Náttúrustofu Suðausturlands. Verkefnið er unnið fyrir Vatnajökulsþjóðgarð með aðkomu Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði sem og annarra fagstofnana og sérfræðinga Vatnajökulsþjóðgarðs. Markmið þolmarkarannsóknarinnar er að meta ástand svæðisins og gera áætlun um hvernig tryggja megi sjálfbæra þróun þess. Könnuð eru þolmörk náttúru, […]

Byltingar og byggðaþróun: Hlutverk þekkingarsetra í byggðaþróun fjórðu iðnbyltingarinnar

  Verkefnið Byltingar og byggðaþróun hlaut í maí 2020 styrk Byggðarannsóknarsjóðs til að greina áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar í byggðum landsins og mögulegar leiðir til að nýta innviði þekkingarsetra til að mæta áskorunum og tækifærum byltingarinnar. Verkefnið var samstarfsverkefni Þekkingarnets Þingeyinga og Nýheima Þekkingaseturs. Stýrihópur verkefnisins var skipaður þeim Óla Halldórssyni, Lilju Berglindi Rögnvaldsdóttur og Hugrúnu […]

Gróska – félagslandbúnaður

Nýheimar þekkingarsetur sótti um og hlaut styrk frá Matvælasjóði fyrir samstarfsverkefni setursins, Grósku, Fab Lab smiðju Hornafjarðar og SASS. Frumkvæði að verkefninu áttu stjórnarmenn í félaginu Grósku sem stofnað var í þeim tilgangi að byggja upp félagslandbúnað í Sveitarfélaginu Hornafirði. Með því vill félagið stuðla að sjálfbærri og lífrænni ræktun á svæðinu í nánu samstarfi […]