Mikið um að vera hjá setrinu

Síðasta vika hefur verið viðburðarík hjá starfsfólki setursins.  Verkefnastjórar setursins Guðný Gígja og Anna héldu á þriðjudaginn 22. mars áhugaverðan súpufund í hádeginu og kynntu verkefni sitt sem kallast Gróska. Gróskuverkefnið hlaut styrk úr Matvælasjóði og er í samstarfi við Vöruhúsið og SASS en var að frumkvæði stjórnarmanna í félaginu \”Grósku félagslandsbúnaði\”. Styrkurinn sem hlaust […]

Opið fyrir umsóknir í Matvælasjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matvælasjóð 2022. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvæla um land allt. Sjóðurinn veitir styrki í fjórum flokkum: Bára: Styrkir verkefni á hugmyndastigi, úr hugmynd í verkefni. Kelda: […]

Dagur atvinnulífsins á Suðurlandi

woman, laptop, desk-1851464.jpg

“Dagur atvinnulífsins á Suðurlandi” verður haldinn í fyrsta sinn fimmtudaginn 28. apríl 2022, frá kl. 10:00 – 17:00 á Hótel Selfossi. Svf. Árborg stendur að deginum í samstarfi við Háskólafélag Suðurlands, Atorku og Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA). Þema ráðstefnunnar er atvinnulífið, nýsköpun og menntun á Suðurlandi þar sem fyrirlesarar koma úr röðum atvinnurekanda, Samtökum atvinnulífsins, Rannís, FSu og Háskólafélags […]

Heimsókn í Nýheima

Í dag er 20 ára afmælisþing Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Hornafirði haldið hátíðlegt. Meðal gesta á Höfn í tilefni dagsins eru fulltrúar rannsóknarsetra Háskóla Íslands um allt land, dr. Jón Atli rektor Háskóla Íslands og Áslaug Arna háskóla-. iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þorri fór með hópinn í kynningu um Nýheima og Vöruhúsið í dag og hittu […]

Þolmarkarannsókn á Breiðamerkursandi

Rannsókn á þolmörkum við Jökulsárlón og á Breiðamerkursandi er samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Náttúrustofu Suðausturlands. Verkefnið er unnið fyrir Vatnajökulsþjóðgarð með aðkomu Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði sem og annarra fagstofnana og sérfræðinga Vatnajökulsþjóðgarðs. Markmið þolmarkarannsóknarinnar er að meta ástand svæðisins og gera áætlun um hvernig tryggja megi sjálfbæra þróun þess. Könnuð eru þolmörk náttúru, […]

Gróska – félagslandbúnaður

Gróska – félagslandbúnaður Nýheimar þekkingarsetur sótti um og hlaut styrk frá Matvælasjóði fyrir samstarfsverkefni setursins, Grósku, Fab Lab-smiðju Hornafjarðar og SASS. Frumkvæði að verkefninu áttu stjórnarmenn í félaginu Grósku sem stofnað var í þeim tilgangi að byggja upp félagslandbúnað í Sveitarfélaginu Hornafirði. Með því vill félagið stuðla að sjálfbærri og lífrænni ræktun á svæðinu í […]

Umhverfis Hornafjörður

Umhverfis Hornafjörður er samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Nýheima Þekkingarseturs, SASS og Vöruhússins, styrkt af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Megin markmið verkefnisins er að efla hringrásarhagkerfi á Hornafirði auk þess að skapa regnhlíf fyrir þau verkefni sem nú þegar eru í gangi á svæðinu í anda hringrásarhagkerfisins. Verkefnastjóri Nýheima Þekkingarseturs hefur umsjón með verkefninu en myndaður hefur verið […]

Þolmarkarannsókn á Breiðamerkursandi

Rannsókn á þolmörkum við Jökulsárlón og á Breiðamerkursandi er samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Náttúrustofu Suðausturlands. Verkefnið er unnið fyrir Vatnajökulsþjóðgarð með aðkomu Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði sem og annarra fagstofnana og sérfræðinga Vatnajökulsþjóðgarðs. Markmið þolmarkarannsóknarinnar er að meta ástand svæðisins og gera áætlun um hvernig tryggja megi sjálfbæra þróun þess. Könnuð eru þolmörk náttúru, […]

Nýr forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands

Náttúrustofa Suðausturlands er nágranni okkar í Nýheimum og forstöðumaður stofunnar situr í stjórn Nýheima þekkingarseturs. Náttúrustofan og þekkingarsetrið á í farsælu samstarfi og vinnur nú meðal annars í sameiningu að þolmarkarannsókn á Breiðamerkursandi fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Núverandi forstöðumaður náttúrustofunnar, Kristín Hermannsdóttir, hefur sagt upp störfum og hefur dr. Lilja Jóhannesdóttir starfsmaður stofunnar verið ráðin í starfið. Á […]