Í dag er 20 ára afmælisþing Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Hornafirði haldið hátíðlegt.

Meðal gesta á Höfn í tilefni dagsins eru fulltrúar rannsóknarsetra Háskóla Íslands um allt land, dr. Jón Atli rektor Háskóla Íslands og Áslaug Arna háskóla-. iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Þorri fór með hópinn í kynningu um Nýheima og Vöruhúsið í dag og hittu þau meðal annars fyrir Hugrúnu Hörpu forstöðumann setursins.

Hugrún fræddi gesti um tilurð setursins, starfið og mikilvægi þess m.t.t. byggðaþróunar en setrið fellur einmitt undir nýtt ráðuneyti Áslaugar Örnu.

Einnig fjallaði Hugrún um mál sem brennur á starfsfólki setursins sem er aðgengi landsbyggðarinnar að háskólanámi og tók rektor undir þau orð að styrkja þurfi fjarnámið. Segir Jón Atli að Háskóli Íslands sé að móta sér stefnu og vinna sérstaklega að fjarnámi og að vandað verði til verka.

Setrið sinnir sem áður þjónustu við alla háskólanema á svæðinu og býður uppá lesaðstöðu og prófþjónustu í samstarfi við skólana.

Tilhlökkun er til áframhaldandi samtals og samstarfs um málefni setursins og íbúa Hornafjarðar við ráðuneyti háskóla-. iðnaðar- og nýsköpunar sem og Háskóla Íslands.

\"\"