Síðasta vika hefur verið viðburðarík hjá starfsfólki setursins.  Verkefnastjórar setursins Guðný Gígja og Anna héldu á þriðjudaginn 22. mars áhugaverðan súpufund í hádeginu og kynntu verkefni sitt sem kallast Gróska.

Gróskuverkefnið hlaut styrk úr Matvælasjóði og er í samstarfi við Vöruhúsið og SASS en var að frumkvæði stjórnarmanna í félaginu \”Grósku félagslandsbúnaði\”. Styrkurinn sem hlaust var vegna fyrsta fasa stærra verkefnis sem hefur verið í mótun innan félagsins og felur í sér að komið verði upp gróðurhúsi með tölvustýrðu vökvunarkerfi sem þróað verður af Fab Lab smiðju Hornafjarðar. Í þessu gróðurhúsi yrði sjálfbær ræktun en húsið einnig nýtt til fræðslu og kennslu fyrir einstaklinga og nemendur í þeim tilgangi að miðla þekkingu og á sjálfbærri ræktun til íbúa sveitarfélagsins. Í fyrsta fasa er lögð áhersla á hagkvæmnisathugun, markaðsrannsókn og gerð viðskiptaáætlunar en samráð við íbúa, framleiðendur og skóla er mikilvægur liður í vinnunni og hvetjum við áhugasama að setja sig í samband við Guðnýju eða Önnu.\"\"

Þann 23. mars var 20 ára afmælisþing Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Hornafirði. Að því tilefni komu margir góðir gestir í Nýheima frá rannsóknarsetrum HÍ um allt land auk rektors skólans, dr. Jóni Atla, og Áslaugu Örnu háskóla-. iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hugrún Harpa tók á móti gestunum í Nýheimum og kynnti þau fyrir starfsemi setursins, samstarfsneti Nýheima og framtíðarhugmyndum. Afmælisþingið var vel heppnað og mörg áhugaverð erindi sem komu fram.

Fimmtudaginn 24. mars voru haldnir ársfundir Náttúrustofu Suðausturlands og Nýheima þekkingarseturs.
Á ársfundi Náttúrustofunnar voru fjölmörg og spennandi verkefni stofunnar kynnt auk þess að frumsýnt var fræðslumyndband um Skúma sem stofann vann. Þá var fráfarandi forstöðumaður, Kristín Hermannsdóttir, kvödd af samstarfsfólki í Nýheimum, stjórn Náttúrustofunnar og sveitarfélaginu.

Á ársfundi Nýheima þekkingarseturs var einnig farin vegleg yfirferð um fjölbreytt verkefni setursins og flutt voru tvö erindi, Kristín Vala, verkefnastjóri setursins fjallaði um þjónustu við háskóla og háskólanema á Hornafirði og Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga kynnti niðurstöður verkefnisins \”Byltingar og byggðaþróun\” sem setrin unnu saman að.
Nánar má lesa um öll verkefni setursins í Ársskýrslu 2021.

\"\"\"\"\"\"

Þessi vika er Hinsegin vika sveitarfélagsins og að því tilefni gaf setrið nemendum FAS skraut á mánudaginn sem nýtt hefur verið til að skreyta Nýheima.  Vegleg dagskrá er í boði sveitarfélagsins, í dag verður boðið uppá \”human library\” á bókasafninu og á morgun, föstudag, verður regnbogaganga og fjölskylduföndur.  Starfsfólk setursins missti því miður af hluta vikunnar vegna námskeiðis á Selfossi en þar sóttu þrír starfsmenn setursins \”leiðaraþjálfun\” í boði Háskólafélags Suðurlands.  Auk námskeiðishalds fengu þátttakendur kynningu á Fjölheimum, sambærilegt Nýheimum, Hreiðri – frumkvöðlasetri og uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi.  Leiðaraþjálfun var fjögurra daga námskeið sem haldið var einu sinni í mánuði frá desember 2021 til mars 2022 en það snýr að eflingu stoðkerfi frumkvöðla á Suðurlandi og stuðningi við frumkvöðlana sjálfa.  Allir þeir sem eiga hugmynd og langar að taka hana lengra eru velkomnir í Nýheima til að ræða við starfsfólk, fá endurgjöf á hugmynd sína eða komast að því hver næstu skref geta verið.

\"\"\"\"

\"\"\"\"