Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matvælasjóð 2022.

Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvæla um land allt.

Sjóðurinn veitir styrki í fjórum flokkum:

Þetta er í þriðja sinn sem sjóðurinn auglýsir úthlutun og er heildarúthlutunarfé sjóðsins 593 milljónir króna.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér heimasíðu sjóðsins, www.matvælasjóður.is en þar má finna handbók Matvælasjóðs, upplýsingar um umsóknir og allar nánari upplýsingar um sjóðinn.

Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl. Sækja má um í sjóðinn með því að smella hér: 

Umsækjendur eru hvattir til að hefja vinnu við umsókn í tíma þar sem það getur tekið tíma að skrifa góða umsókn.

SASS og ráðgjafar á vegum samtakanna bjóða upp á ráðgjöf og aðstoða við gerð umsókna í sjóðinn.