Nýheimadagurinn
Þann 30. janúar var Nýheimadagur haldinn þar sem stofnanir í Nýheimum komu saman til að kynna starfsemi sína. Tilgangur viðburðarins var að veita innsýn í þau fjölbreyttu verkefni sem unnið er að hjá stofnunum í húsinu og skapa vettvang fyrir samtal og tengslamyndun.
Átta stofnanir tóku þátt og kynntu starfsemi sína og verkefni. Kynningarnar voru áhugaverðar og upplýsandi og gaf fundurinn góða mynd af því öfluga starfi sem á sér stað í Nýheimum.
Við viljum þakka öllum sem tóku þátt – bæði þeim sem héldu kynningar og þeim sem mættu og sýndu áhuga. Viðburðir sem þessi styrkja samstarfið innan Nýheima og gefa okkur tækifæri til að kynnast betur því mikilvæga starfi sem hér fer fram.
Stefnt er á að þróa Nýheimadaginn áfram með það að markmiði að geta boðið öllum íbúum sveitarfélagsins að taka þátt í viðburðinum og kynnast þannig betur starfseminni í Nýheimum.
Við hlökkum til að móta áfram þessa góðu hefð og vonumst til að sjá enn fleiri taka þátt í framtíðinni!