Liðin vika við viðburðarík í Nýheimum þekkingarsetri. Fjölmargir lögðu leið sína á skrifstofur Nýheima til að fá ráðgjöf varðandi umsóknarskrif í Uppbyggingasjóð Suðurlands en umsóknarfrestur í sjóðinn var þriðjudaginn 5. mars síðastliðin kl.16:00.

Uppbyggingasjóður Suðurlands er samkeppnissjóður sem rekinn er af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Veittir eru styrkir á sviði atvinnu og nýsköpunar og menningar tvisvar á ári en umsóknarfrestur er í byrjun mars og október ár hvert.

Starfsmenn setursins, Hugrún Harpa og Kristín Vala, tóku við hlutverki byggðaþróunarfulltrúa SASS síðastliðið haust og sinna ráðgjöf um sjóðinn fyrir þeirra hönd. Met þátttaka var einnig meðal Hornfirðinga í október síðastliðnum þegar 22 umsóknir bárust í sjóðinn og hlutu 16 verkefni þá styrk. Óljóst var því hversu mikil þátttakan væri svo stuttu seinna en það kom skemmtilega á óvart að fleiri umsóknir bárust í sjóðin nú, eða 27 umsóknir! Það er því augljóst að mikil gróska er á svæðinu og margir hugmyndasmiðir sem láta verkin tala.

Umsóknir af öllu suðurlandi voru 134, 46 þeirra á sviði atvinnu- og nýsköpunar og 88 á sviði menningar. 20% heildar umsóknanna voru því úr Sveitarfélaginu Hornafirði, um 18% í flokki atvinnu og nýsköpunar og um 22% í flokki menningar.

Allir umsækjendur munu fá sendan tölvupóst um niðurstöðu fagráðs og stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga þegar niðurstöður liggja fyrir. 

Stefnt er á að úthlutunarkynning verði haldin þann 9. apríl nk. og verður hún auglýst þegar að nær dregur. Fylgjast má með fréttum og tilkynningum af Uppbyggingasjóði Suðurlands á Facebook síðu sjóðsins.

Við óskum umsækjendum kærlega til hamingju með áfangann og hlökkum til að sjá afurðir verkefnanna um allt suðurland! Einnig minnum við umsækjendur og aðra áhugasama á þjónustu byggðaþróunarfulltrúa, eftirfylgni umsókna, handleiðsla við framgang verkefnisins og ráðgjöf í aðra sjóði.

Næsti umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Suðurlands verður þriðjudaginn 1. október kl. 16:00.