26 háskólanemar í 63 prófum vorönn 2024

Vorpróf háskólanna er nú lokið í Nýheimum þekkingarsetri en á liðinni vorönn voru 75 próf þreytt í Nýheimum.

12 prófanna voru á sviði sí-, endur- eða framhaldsskólamenntunar en 63 þeirra voru á vegum Háskóla Íslands, Háskólans á Bifröst og Háskóla Akureyrar.

Einungis eitt próf var frá Háskólanum á Bifröst að þessu sinni, 13 próf frá Háskóla Íslands fyrir 11 nema og 49 frá Háskólanum á Akureyri fyrir 14 nema. Háskólanemar í prófum þessa önnina frá sveitarfélaginu Hornafirði voru því 26 talsins.

Vorönn 2023 voru 54 próf tekin í Nýheimum af 22 nemendum úr Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum á Bifröst, Háskóla Reykjavíkur og Landbúnaðarskólanum. Það eru því bæði fleiri próf og próftakar í ár en þá eru ótaldir þeir háskólanemar sem sitja ekki lokapróf í Nýheimum enda eru margir skólar einnig að bjóða upp á heimapróf eða verkefnaskil.

Þess ber að geta að setrið tekur á móti öllum háskólanemum, býður aðstöðu og þjónustar fjarpróf óháð frá hvaða skóla þeir stunda nám sitt. 

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Kristínu Völu, verkefnastjóra setursins (kristinvala@nyheimar.is). 

Lesaðstaða háskólanema verður áfram opin í sumar á opnunartíma Nýheima eða alla virka daga kl. 7:30-16:30.