Ríki Vatnajökuls
Ríki Vatnajökuls ehf. er ferðaþjónustu-, matvæla- og menningarklasi Suðausturlands. Meginhlutverk hans er að vinna að markaðssetningu svæðisins með áherslu á vetrartímann. Svæðið nær frá Lómagnúp í vestri að Hvalnesi í austri og heyrir undir Sveitarfélagið Hornafjörð. Unnið er að framgangi verkefna sem stuðla að bættri grunngerð og betri gæðum svæðisins. Ríki Vatnajökuls sér einnig um gerð kynningarefnis fyrir svæðið í heild sinni og dreifingu þess. Að félaginu standa um 80 fyrirtæki sem flest tengjast ferðaþjónustu með beinum eða óbeinum hætti.
Nú hefur Ríki Vatnajökuls starfað í áratug. Á þeim tíma hefur ferðaþjónusta aukist mjög mikið og orðið ríkari þáttur í atvinnulífi svæðisins. Ýmsar breytingar eru nú fram undan hjá félaginu.