Náttúrustofa Suðausturlands óskar eftir náttúrufræðing til starfa. Um er að ræða fullt starf sem fer fram bæði í vettvangsrannsóknum og við úrvinnslu gagna og skýrsluskrif. Starfið mótast af sérþekkingu umsækjanda og getur m.a. snúið að þróun nýrra verkefna á sviði náttúrurannsókna. Náttúrustofa Suðausturlands sinnir fjölbreyttum náttúrufarsrannsóknum, t.d. á fuglum, gróðri, kolefnisflæði, jöklum og landformum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólapróf í náttúrufræðum er skilyrði
Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
Færni í greiningu og framsetningu gagna
Færni í mannlegum samskiptum
Geta til þátttöku í vettvangsferðum fjarri heimili
Vilji til að ganga í ólík störf
Góð íslensku- og enskukunnátta
Framhaldsmenntun í náttúrufræðum er kostur
Starfsreynsla á fagsviði er kostur
Þekking og reynsla í styrkumsóknagerð er kostur
Geta til að hefja störf sem fyrst er kostur
Ráðið er tímabundið í eitt ár til reynslu en gert ráð fyrir að um framtíðarstarf sé að ræða. Náttúrustofa Suðausturlands er með starfstöðvar á Höfn í Hornafirði og á Kirkjubæjarklaustri. Laun eru samkvæmt stofnanasamningi Náttúrustofu Suðausturlands og Félags íslenskra náttúrufræðinga.
Umsókn með ferilskrá, meðmælum og kynningarbréfi þar sem kemur fram hvers vegna umsækjandi vill starfa á Náttúrustofu Suðausturlands og hvað hann hafi fram að færa, sendist til Lilju Jóhannesdóttur forstöðumanns (lilja@nattsa.is) sem einnig gefur nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2022.