Edward Huijbens prófessor við Háskólann á Akureyri fór haustið 2016, ásamt um 600 nemum,

í 18.000 sjómílna ferðalag. Ferðin tók fjóra mánuði í 24.000 tonna fljótandi háskóla.

Heimsótt voru 12 lönd og siglt um fimm af heimshöfunum sjö.

 

Edward mætir í Gömlubúð föstudaginn 13. október klukkan 17:30 og segir frá ferð sinni.

Í erindinu segir hann ferðasögu sína og ræðir pælingar um ferðamál, persónulegan

lærdóm og hvað háskólasamfélagið getur lært af fljótandi háskóla hafanna.

 

Erindið er í léttum dúr, á íslensku og öllum aðgengilegt.

Áhugasamir eru hvattir til að mæta.

 

\"\"