Ársfundur Nýheima þekkingarseturs verður haldinn í Nýheimum miðvikudaginn 13. maí kl.17:00

Auk venjubundinna aðalfundarstarfa verða flutt tvö áhugaverð erindi:

Dr. Anna Guðrún Edvardsdóttir kynnir niðurstöður rannsóknarinnar Staða og hlutverk þekkingarsetra í byggðaþróun.
Nýheimar þekkingarsetur ásamt Þekkingarnet Þingeyinga og Háskólafélag Suðurlands stóðu fyrir rannsókninni með styrk úr Byggðarannsóknasjóði en Dr. Anna Guðrún framkvæmdi m.a. íbúakönnun á þremur tungumálum auk rýnihópa og viðtala á Höfn, Húsavík og Selfossi.

Karl Friðriksson hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands flytur erindið Framtíðir- Hlutverk sviðsmyndagreininga í byggðaþróun

 

Allir íbúar og velunnarar eru velkomnir og hvattir til að mæta.

Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrarsalnum og biðjum við fundargesti um að virða tveggja metra regluna.

Fyrir áhugasama sem sjá sér ekki fært að mæta mun fundinum vera streymt á facebooksíðu Nýheima þekkingarseturs.

\"\"