Ársfundur Nýheima þekkingarseturs var haldinn fyrr í dag og nú eingögnu með rafrænum hætti.

Frá mörgu var að segja en þótt starfsárið 2020 hafi boðið uppá nýjar áskoranir jókst enn umfang starfseminnar á árinu og nú vegna góðs árangurs í styrkjasókn í erlenda samkeppnissjóði. Slíkur árangur er ekki sjálfgefinn þar sem samkeppni er mikil.
Setrið lauk við tvö evrópuverkefni og hóf fjögur ný á árinu, öll styrkt af Erasmus+:

Eins og undanfarin ár vann setrið áfram með Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, veitti háskólanemum prófþjónustu og námsaðstöðu í Nýheimum, og lagði stund á innlent samstarf og rannsóknarvinnu.  Vinnu við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Breiðamerkursand lauk á árinu en setrið átti fulltrúa í ráðgjafahóp sem vann verkefnið í samráði við svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs á suður svæði.  Setrið var, ásamt Rannsóknasetri HÍ á Hornafirði, Þekkingarneti Þingeyinga og Háskólafélagi Suðurlands, aðili að rannsókninni \”Staða og hlutverk þekkingarsetra í byggðaþróun\” sem lauk á árinu og dr. Anna Guðrún Edvardsdóttir framkvæmdi. Hér má lesa lokaskýrslu rannsóknarinnar.  Verkefnið „Byltingar og byggðaþróun“ hlaut í maí 2020 styrk Byggðarannsóknarsjóðs til að greina áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar í byggðum landsins og mögulegar leiðir til að nýta innviði þekkingarsetra til að mæta áskorunum og tækifærum byltingarinnar. Verkefnið er samstarfsverkefni Þekkingarnets Þingeyinga og Nýheima þekkingarseturs.  Eitt af stóru málum ársins hjá Nýheimum Þekkingarsetri var ákvörðun stjórnar um að vinna að umsókn setursins um að verða viðurkenndur fræðsluaðili og heldur sú vinna áfram allt árið 2021. Ársskýrslu Nýheima þekkingarseturs 2020 má lesa í heild sinni hér.

\"\"