Ársfundur Samtaka þekkingarsetra var haldinn hátíðlegur í vikunni á Selfoss og sóttu báðir starfsmenn setursins fundinn. Í tilefni ársfundsins var einnig boðað til málþings SÞS á Hótel Selfossi þriðjudaginn var. Til umfjöllunar voru þau verkefni og hlutverk sem setrin gegna á sínum svæðum og mikilvægi þeirra í samfélaginu, ásamt þeirri staðreynd að setrin sem mynda samtökin eru með lausa samninga við Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytið og hafa verið samningslaus síðan 2018 með tilheyrandi óvissu í rekstri.    

Á málstofunni voru einkar skemmtileg erindi flutt en hér má finna upptökur þeirra:

Gestir málþingsins voru auk ráðherra, Sæunn Stefánsdóttir forstöðumaður stofnanna rannsóknarsetra Háskóla Íslands, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingkona Suðurkjördæmis og Teitur Björn Einarsson þingmaður Norðvesturkjördæmis sem tóku þátt í pallborðsumræðum um stöðu og hlutverk þekkingarsetra SÞS að málþingi loknu. Upptaka af pallborðsumræðum málþingsins.

Að málþingi loknu var boðið í kynningarferð um nýja miðbæ Selfoss undir leiðsögn Valdemars Bragasonar sem var sérstaklega fróðlegt og skemmtilegt. Þökkum Háskólafélagi Suðurlands kærlega fyrir heimboðið og utanum haldið.