Ársfundur Nýheima þekkingarseturs var haldinn 13. maí síðastliðinn.

Fram kom í máli forstöðumanns og formanns stjórnar að starfsemi setursins gengur vel, rekstrar- og verkefnastaða þess er góð og er framtíðin því björt.

Fjórir starfsmenn eru nú starfandi hjá setrinu.

\"\"\"\"\"\"

Ársfundi Nýheima var nú í fyrsta sinn streymt á facebook-síðu Nýheima þekkingarseturs.

Auk venjubundinna fundarstarfa voru tvö afar áhugaverð erindi flutt á ársfundinum að þessu sinni.

Annars vegar kynnti Dr. Anna Guðrún Edvardsdóttir niðurstöður rannsóknarinnar Staða og hlutverk þekkingarsetra í byggðaþróun.

Margir íbúar kannast við rannsókn Önnu Guðrúnar og tóku þátt í íbúakönnun, rýnihópum eða viðtölum síðastliðið vor.

Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á þekkingu og væntingar íbúa til þekkingarsetra í sínu samfélagi.

Rannsóknin er samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs, Háskólafélags Suðurlands og Þekkingarnets Þingeyinga og hlaut styrk úr Byggðarannsóknasjóði og Atvinnu- og rannsóknasjóði Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þá styrkti Mennta- og menningarmálaráðuneytið verkefnið einnig.

Hér má finna hlekk á upptöku af kynningunni.

Karl Friðriksson hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands flutti erindið Framtíðir – Hlutverk sviðsmyndagreininga í byggðaþróun. Mjög áhugavert erindi um hvernig megi nýta sviðsmyndir til undirbúnings fyrir ólíkar framtíðir.

Hér má finna hlekk á upptöku af erindi Karls.

 

Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér fjölbreytt verkefni setursins á síðasta rekstrarári í nýútgefinni Ársskýrslu Nýheima þekkingarseturs.

\"\"