Ársfundur Nýheima þekkingarseturs fór fram í fyrirlestrarsal Nýheima þann 24.mars.
Auk hefðbundna aðalfundarstarfa kynnti Hugrún Harpa fostöðumaður stuttlega allan þann fjölda verkefna sem setrið vann að á síðasta ári auk þess sem Kristín Vala, verkefnastjóri setursins, fjallaði um þjónustu setursins við háskóla og háskólanema á Hornafirði, þá flutti Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga, kynningu á verkefninu Byltingar og byggðaþróun, samstarfsverkefni setranna tveggja.
Glæsileg ársskýrsla setursins fyrir 2021 fer ýtarlega yfir þau fjölbreyttu verkefni sem setrið kom að á árinu.
Ársskýrslan er aðgengileg hér auk þess að liggja frammi í Nýheimum.