Í dag sóttu starfsmenn setursins byggðaráðstefnu 2023 í Reykjanesbæ sem haldin er af Byggðastofnun. Yfirskrift ráðstefnunar í ár var Búsetufrelsi? og voru erindin öll upplýsandi, áhugaverð og viðeigandi fyrir starfsemi setursins. Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt land.

Á ráðstefnunni voru samankomnir aðilar sem vinna að rannsóknum og stefnumótun á vettvangi byggðamála og fjallað var m.a. um búsetufrelsi og niðurstöður rannsóknarverkefnisins Byggðafesta og búferlaflutningar sem unnið var á vegum Byggðastofnunar í samvinnu við sérfræðinga við ýmsar íslenskar og erlendar háskólastofnanir. Einnig var mikið rætt um störf án staðsetningar og fjarnám háskólanna á Íslandi sem við viljum sjá meira af.