Byltingar og byggðaþróun: Hlutverk þekkingarsetra í byggðaþróun fjórðu iðnbyltingarinnar

Verkefnið Byltingar og byggðaþróun hlaut í maí 2020 styrk Byggðarannsóknarsjóðs til að greina áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar í byggðum landsins og mögulegar leiðir til að nýta innviði þekkingarsetra til að mæta áskorunum og tækifærum byltingarinnar. Verkefnið var samstarfsverkefni Þekkingarnets Þingeyinga og Nýheima Þekkingaseturs. Stýrihópur verkefnisins var skipaður þeim Óla Halldórssyni, Lilju Berglindi Rögnvaldsdóttur og Hugrúnu Hörpu Reynisdóttur.

Verkefnið byggði á greiningu á fyrirliggjandi rannsóknum um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á dreifðar byggðir, minni og meðalstóra þéttbýlisstaði. Einnig fól það í sér viðtöl við forstöðumenn þekkingarstofnana og þróunarfélaga þar sem rætt var um þekkingarsamfélög og innviði landshluta á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. Þá var spurningakönnun lögð fyrir forsvarsfólk sveitarfélaga, svæðisbundinna stéttarfélaga, fulltrúa atvinnurekenda á völdum svæðum á Íslandi  og forsvarsfólk nokkurra nýsköpunarfyrirtækja sem náð hafa árangri í rekstri á lands- eða alþjóðavísu. Markmið spurningakönnunarinnar var að greina tækifæri og áskoranir fyrir þróun atvinnuhátta í byggðum landsins.

Verkefninu lauk 2021 og má sjá lokaskýrslu þess hér að neðan.

Byltingar Og Byggðaþróun Compressed (pdf)