Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS)


Framhaldsnám í skólanum tengist list- og verkgreinum jafnhliða bóklegu námi til stúdentsprófs. Skólastarfið tekur mið af umhverfi sínu og atvinnuháttum byggðarlagsins. Nemendur fá tækifæri til að vinna að náttúrufarsrannsóknum og einnig er fjallamennsknám í boði þar sem útivist og ferðaþjónusta eru fléttuð saman við mannlíf og náttúru í Vatnajökulsþjóðgarði.

Skólinn sinnir samvinnu við stofnanir, skóla og atvinnulíf um starfstengt nám, s.s. á sviði heilbrigðisþjónustu, sjómennsku og ferðamála. Einnig starfrækslu Vöruhússins í samvinnu við Grunnskóla Hornafjarðar og Sveitarfélagið Hornafjörð þar sem fram fer list- og verkgreinakennsla og kennsla nýsköpunargreina og frumkvöðlastarfsemi. Þá tekur skólinn þátt í samstarfsverkefnum við erlenda skóla og nemendahópa um fjölbreytt verkefni, s.s. umhverfi, náttúru, samskipti, menningu og fleira.

www.fas.is
470 8070
fas@fas.is
Nýheimar Litlabrú 2
780 Höfn