Starfsfólk Nýheima þekkingarsetur situr nú fund með Samtökum Sunnlenskra sveitarfélaga og öllum byggðaþróunarráðgjöfum Suðurlands í Skálholti. Verið er að hrissta saman hópinn og kynna nýja sín SASS á samstarfinu, hvað fellst í starfi byggðaþróunarráðgjafa og hvernig ráðgjöf í Uppbyggingasjóð Suðurlands er háttað.

Í gær kom tóku ráðgjafar og starfsfólk SASS þátt í leiðtogaþjálfun hjá Elmari Hallgríms Hallgrímssyni sem var virkilega valdeflandi og mikil sjálfsrýni fólgin í því. Í kjölfarið fengum við kynningu á uppbyggingu og framtíðarsýn starfseminnar að Skálholti og Friðheimum.

Framundan hjá ráðgjöfunum er stærsta verkefni ársins, kynning, leiðsögn og ráðgjöf varðandi Uppbyggingasjóð Suðurlands, í næstu viku verðu setrið með tvær kynningar, annarsvegar í Öræfum fimmtudaginn 21. september og hinsvegar í Nýheimum föstudaginn 22. september. Frestur í Uppbyggingasjóð er 3. október kl.16 en nánar má lesa um sjóðinn, úthlutunarreglur og umsóknarferlið hér.