Síðustu mánuði hafa Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) lagt mikla áherslu á viðbrögð og greiningu áhrifa COVID-19 á samfélagið og úthlutaði m.a. strax í vor styrkjum til 96 ferðaþjónustufyrirtækja á Suðurlandi í gegnum verkefnið Sóknarfæri ferðaþjónustunnar . Nú hefur SASS einnig gefið út greiningu á stöðu og þróun atvinnulífs á Suðurlandi með áherslu á ferðaþjónustu.

Hagtölur um atvinnulíf á Suðurlandi með sérstaka áherslu á ferðaþjónustu gefur meðal annars upplýsingar um rekstrartekjur greinarinnar, fjölda starfa og hlutfall erlendra ríkisborgara sem starfa í greininni. Til hagnýtingar eru allar upplýsingarnar sundurliðaðar á hvert sveitarfélag á Suðurlandi

Hér má lesa nokkrar af helstu niðurstöðum greiningarinnar eru en meira má lesa um verkefnið á vef sass.is

\"\"

Hér má sjá að einstaklingum í aðalstarfi í ferðaþjónustu hefur fjölgað um 455% í Sveitarfélaginu Hornafirði á tíu árum 2009-2019)

 

 

Nýheimar þekkingarsetur á í nánu og góðu samstarfi við SASS og sinnir setrið einu stöðugildi fyrir samtökin í verkefnavinnu og ráðgjöf í Hornafirði.

Ráðgjafi SASS í Nýheimum er Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir (gudrun@nyheimar.is). Vertu velkomin(n) að hafa samband.