Nú er skólaárið komið vel af stað og tímabært að minna á fría aðstöðu háskólanema í Nýheimum.

Lesbásar fyrir átta einstaklinga eru staðsettir á Austurgangi Nýheima og eru allir háskólanemar, hvort sem er í stað- eða fjarnámi, innanlands eða erlendis frá, velkomnir í lengri eða skemmri tíma.

Yfir veturinn er húsnæði Nýheima opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7:30-17:00, föstudaga kl. 7:30-16:00 og á laugardögum kl. 11:00-15:00. Á opnunartíma hússins eru allir háskólanemar velkomnir en fyrir þá nema sem vilja nýta sér húsnæðið utan opnunartíma þá er í boði að fá lykil að aðstöðunni gegn 5.000 kr. tryggingu sem endurgreiðist við samningslok.

Háskólanemar sem nýta þjónustu og aðstöðu í Nýheimum fá aðgang að lesrými, læstum skáp, eldhúsi, kaffistofu, mötuneyti FAS, interneti og fundaraðstöðu í samráði við verkefnastjóra.

Bókasafn á Menningarmiðstöð Hornafjarðar er einnig í góðu samstarfi við nema. Þar gefst öllum kostur á að eignast bókasafnskort og fá almenna bókasafnsaðstoð, m.a. vegna heimildaleitar, millisafnaláns, prentunar, ofl.

Að endingu minnum við á að Nýheimar þekkingarsetur annast prófþjónustu fyrir alla þá háskóla sem þess óska! Skráning fer alltaf í gegnum skólana sjálfa sem hafa svo samband við verkefnastjóra prófþjónustunnar á Höfn, Kristínu Völu (kristinvala@nyheimar.is). Við höfum séð um próf frá HÍ, HA, Lbhí, HR, Keili og Hólum en nemum annarra háskóla er velkomið að hafa samband vilji þeir óska eftir prófyfirsetu í Nýheimu.

Hvetjum háskólanema til að nýta sér aðstöðuna og mæta í Nýheima.