Nýheimar þekkingarsetur hefur tekið við umsjón um námsaðstöðu og fjarpróf háskólanema af Háskólafélagi Suðurlands.

Það er okkur mikið kappsmál að gera háskólanám sem aðgengilegast fyrir alla, hvort sem er í staðar- eða fjarnámi. 

 

Eftirfarandi þjónusta er í boði fyrir háskólanema sem kjósa að gera námsaðstöðu samning við Nýheima þekkingarsetur:

aðgangur að Nýheimum alla daga frá kl.7:00 til 23:00, lesrými, læstum skáp, eldhúsi, kaffistofu, mötuneyti FAS, interneti

og fundaraðstöðu í samráði við verkefnastjóra, auk þess öll umsjón með fjarprófum annarinnar í samvinnu við háskóla landsins.

 

Allir háskólanemar eru velkomnir að nýta sér þessa aðstöðu, hvort sem er yfir alla önnina eða taka lokapróf í lok annar.

Þeir nemar sem vilja nýta sér aðstöðuna skulu gera námsaðstöðu samning við Nýheima þekkingarsetur vegna þess.

 

Gjaldtaka vegna aðstöðunnar og umsjón allra fjarprófa er 15.000 kr. önnin,

auk þess greiða nemar tryggingu að upphæð 5.000 kr. vegna lykla sem endurgreiðist við skil. 

 

Gjaldtaka vegna fjarprófa fyrir þá sem ekki leigja aðstöðu er 4.000 kr. hvert próf.  

 

Þegar kemur að lokaprófum hefur þekkingarsetrið gert samstarfssamning við Fræðslunet Suðurlands og

Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu um frekari aðstöðu vegna próftöku og mun því fara vel um alla fjarnema.  

 

Bókasafn Hornafjarðar er einnig til húsa í Nýheimum og í góðu samstarfi við nema.

Þar gefst öllum kostur á að eignast bókasafnskort og fá almenna bókasafnsaðstoð, m.a. vegna heimildaleitar, millisafnaláns, prentunar, ofl.  

 

 

Umsjón með þjónustu við háskólanema hefur Kristín Vala, verkefnastjóri Nýheima þekkingarseturs.

Hún tekur vel á móti öllum á skrifstofu sinni og svarar fyrirspurnum gegnum tölvupóst á kristinvala@nyheimar.is. 

 

 

Við hvetjum alla háskólanema til þess að kynna sér þessa aðstöðu sem í boðið er í Nýheimum.