Í dag var formlega stofnað Hinseginfélag í FAS. Tilgangur félagsins er að stuðla að fræðslu um málefni samkynhneigðra og sporna við fáfræði og hatursáróðri. Atburðinn bar upp í þann mund sem hefjast átti ungmenaþing í húsinu. Því má segja að verið hafi húsfyllir sem fagnaði stofnunni með dynjandi lófataki.
Mikil og jákvæð gerjun virðist vera í skólanum um þessar mundir en nýlega var einnig stofnað femínistafélag skólans, FemFAS. Svo virðist sem að aðgerðasinnar og róttæklingar sem láta sig málin varða séu að ryðja sér til rúms í samfélagi nemenda, í þágu mannréttinda og fjölbreytts mannlífs.