Opið er fyrir skráningu á valdeflandi námskeið fyrir ungmenni á aldrinum 16-20 ára sem Nýheimar þekkingarsetur stendur fyrirÁ námskeiðinuHittu í mark!, verður meðal annars fjallað um markmiðasetningu, tengslamyndun, árangursrík samskipti og virka samfélagsþátttöku ungmenna  

Námskeiðið tengist þátttöku setursins í fjölþjóðlega samstarfsverkefninu KNOW HUBs. Efni námskeiðsins byggir á handbók verkefnisins sem inniheldur kennsluefni hannað af samstarfsaðilum verkefnisins sem starfa á sviði valdeflingar og fræðslu. 

Í lok síðasta árs tóku ellefu ungmenni í Ungmennaráði Hornafjarðar og Nemendaráði FAS þátt í stuttu valdefnandi námskeiði setursinsÖflug ung forysta. Þar var farið yfir svipuð málefni en út frá stöðu ungmennanna í ráðum sínum en þátttakendur áttu einnig þátt í að móta áherslur námskeiðsins sem nú er að hefjast. Hittu í mark! er hugsað fyrir öll ungmenni, óháð félagsstörfum.  

Hittu í mark! nær yfir sex vikna tímabil og er byggt upp á þremur hópfundum og fimm einstaklingsviðtölum. Farið er í verkefnavinnu og sjálfskoðun en námskeiðið snýst að einhverju leiti um að fara út fyrir þægindarammann og horfa gagnrýnum augum á eigin framkomu og þátttöku.  

Námskeiðið mun fara fram á þriðjudagskvöldum kl.17-20 í Nýheimum, 25. febrúar, 10. mars og 24. mars. Þátttakendum verður boðið uppá kvöldverð. 

Leiðbeinendur skipuleggja í samráði við hvern þátttakenda fimm einstaklingsviðtöl yfir tímabilið og lýkur námskeiðinu 3. apríl. 

Foreldrar barna undir 18 ára þurfa að skrá börnin sín til þátttöku en hámarksfjöldi þátttakenda er tíu.

Skráningafrestur er til og með 19. Febrúar.

Skráning og frekari upplýsingar hjá Kristínu Völu (kristinvala@nyheimar.is)