Hornafjörður, náttúrulega! nýja heildarstefna sveitarfélagsins á erindi til allra starfsmanna og íbúa Hornafjarðar. Í upphafi sumars tóku því verkefnastjórar innleiðingarinnar á móti nýjum flokkstjórum og kynntum þeim fyrir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, nýju stefnunni og hlutverki þeirra gagnvart sveitarfélaginu og vinnuskólanum. Mikill eldmóður er í flokkstjórunum og stefnir í skemmtilegt sumar hjá starfsmönnum þeirra. Nemendur í vinnuskólanum komu einnig í sambærilega fræðslu þar sem fjallað var meðal annars um jafnrétti kynjanna (heimsmarkmið 5) og þá sérstaklega jafnrétti á vinnustaðnum,

Flokkstjórar vinnuskólans hafa tekið fyrir samfélagsmiðla Hornafjörður, náttúrulega! og munu sýna frá störfum sínum þar í sumar. Hvetjum alla til að fylgjast með hér!