\"010-hh\"

Hugrún Harpa Reynisdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Þekkingarsetursins Nýheima. Hugrún Harpa er með meistarapróf í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið BA-prófi í félagsfræði frá sama skóla. Hún hefur starfað síðastliðin tvö ár hjá Þekkingarsetrinu sem verkefnastjóri og þar fengist við ýmis verkefni, einkum varðandi rannsóknir á högum ungs fólks og á umhverfismálum. Hugrún Harpa er fædd og uppalin á Hlíðabergi á Mýrum. Hún er nú búsett á Höfn, eiginmaður hennar er Trausti Magnússon og börn þeirra eru þrjú: Sigursteinn Ingvar (9 ára) og tvíburarnir Sólrún Freyja og Svavar Breki (4 ára).

Hugrún Harpa tekur við starfinu 1. febrúar af Davíð Arnari Stefánssyni sem heldur til starfa hjá Landgræðslu ríkisins.