Nýheimar þekkingarsetur hóf nýverið að þjónusta háskólanema með lestraraðstöðu og umsjón fjarprófa.

Nú er fyrstu prófatíð Nýheima þekkingarseturs lokið og tóku 20 nemar alls 44 lokapróf.

Flestir nemanna stunda fjarnám frá Háskóla Íslands eða Háskóla Akureyrar en einnig nutu Hornfirðingar

sem stunda staðarnám þess að komast fyrr heim og taka sín próf í Nýheimum. 

 

Prófatörnin gekk vel fyrir sig og voru tekin sjö próf samdægurs þegar mest var.

Strax í byrjun janúar halda prófin áfram þegar sjúkra- og upptökupróf HÍ og HA fara fram.

Þeir nemar sem áhuga hafa á að taka í framtíðinni sín próf í Nýheimum er bent á að skrá sig í fjarpróf hjá sínum skóla.