Könnun um ungmennahús send út

Hvað er Ungmennahús?

Ungmennahús eru félagsmiðstöðvar fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára. Þau eru misjöfn en eiga það sameiginlegt að veita stuðning við að koma hugmyndum ungs fólks í framkvæmd og skapa tækifæri fyrir skemmtilega og uppbyggilega afþreyingu.

Sveitarfélagið Hornafjörður og Nýheimar Þekkingarsetur kanna áhuga ungmenna á stofnun ungmennahúss og hvetja ungmenni til að taka þátt! Könnun þessi er hluti af verkefni sveitarfélagsins Hornafjörður, náttúrulega! og tengist inn á stoðina félagslegir þættir.

Nú hefur verið send út könnun til allra ungmenna með lögheimili í sveitarfélaginu og er þetta einstakt tækifæri fyrir ungt fólk að hafa áhrif á framtíð sína og félagsstarf í samfélaginu.

Ert þú 16- 24 ára?

Við viljum vita hvað þér finnst, hefur ungt fólk áhuga á starfi og þátttöku í ungmennahúsi á vegum Sveitarfélagsins og taka þátt í að skapa félagslegan vettvang fyrir ungmenni á aldrinum 16 – 24 ára? Þetta er þitt tækifæri til að koma þínum hugmyndum á framfæri og tryggja að ungmennahúsið verði staður sem þú og vinir þínir viljið nýta.

Hvernig virkar þetta?

Könnunin hefur verið send í bréfpósti til allra ungmenna í sveitarfélaginu. Með póstinum fylgir einblöðungur bæði á íslensku og ensku með QR-kóða sem leiðir inn á könnunina. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að svara og þátttaka þín skiptir sköpum!

Hvenær þarf að svara?

Frestur til að svara könnuninni er til 10. júní.

Ert þú 24+ ára? Við þurfum ykkar hjálp!

Við viljum biðja ykkur til að hvetja ungmenni til að taka þátt í könnuninni. Þátttaka þeirra er ómetanleg til að tryggja að ungmennahúsið uppfylli raunverulegar þarfir og óskir ungs fólks í samfélaginu.

Vertu með og hafðu áhrif!

Þetta er þitt tækifæri til að hafa áhrif og skapa spennandi framtíð fyrir þig og vini þína. Við hlökkum til að heyra frá þér!