Byggðarþróunarsamtökin Landsbyggðin lifir verða með opinn fund í Nýheimum þann þann 13. júní kl. 14:00.
Björgvin Hjörleifsson, formaður og Stefanía V. Gísladóttir, ritari kynna samtökin og helstu áherslumál þeirra, sem er að vinna að hvers konar sameiginlegum hagsmunamálum íbúa landsins
- Kynning á LBL
- Byggðastefna fyrir Ísland
- Ungliðaverkefni LBL
- Kynning á Hela Norden Ska leva
- Evrópska dreyfbýlisþingið 2015
- Umræða um frjáls íbúasamtök/framfarafélög og hvaða áhrif þau geta haft á nærumhverfi sitt.
- Hvatt til að stofna íbúasamtök/framfarafélag á Höfn ef það er ekki til.
Hér gefst tækifæri á að ræða sameiginlega málefni og meðal annars hvað brennur á Austfirðingum. Við hvetum alla sem áhuga hafa á búsetuskilyrðum að mæta, bæði unga og aldna.
Hvetjum við fólk til að mæta og ræða málin.
Stjórn Landsbyggðin lifi.
e-mail: landlif@landlif.is
Heimasíða: www.landlif.is