Lóa nýsköpunarstyrkir auglýstir til umsókna
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Lóuna – nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina
Hlutverk styrkjanna er að
- Auka við nýsköpun á landsbyggðinni
- Styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni
- Stuðla að uppbyggingu vistkerfis fyrir nýsköpunarstarfsemi og frumkvöðlastarf á forsendum svæðanna
Heildarfjárhæð Lóu árið 2022 er 100 milljónir króna, en hámarks styrkur til hvers verkefnis eru 20 milljónir króna og er úthlutað til árs í senn. Gert ráð fyrir 30% mótframlagi frá umsækjanda.
Áður en umsókn er skrifuð er mjög mikilvægt að kynna sér efni handbókar sem finna má á upplýsingasíðu Lóu nýsköpunarstyrkja
Umsóknum er skilað rafrænt í gegnum minarsidur.hvin.is
Ráðgjafar SASS aðstoða við yfirlestur á umsóknum og leiðbeina við gerð umsókna. Nánari upplýsingar um ráðgjafa má finna hér