Umhverfis Hornafjörður er samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Nýheima Þekkingarseturs, SASS og Vöruhússins, styrkt af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Megin markmið verkefnisins er að efla hringrásarhagkerfi á Hornafirði auk þess að skapa regnhlíf fyrir þau verkefni sem nú þegar eru í gangi á svæðinu í anda hringrásarhagkerfisins. Verkefnastjóri Nýheima Þekkingarseturs hefur umsjón með verkefninu en myndaður hefur verið aðgerðarhópur þar sem sjálfboðaliðar á svæðinu aðstoða við framkvæmd verkefnisins. Hópurinn hefur stofnað Facebook og Instagram síðu í þeim tilgangi að miðla verkefninu og málefnum hringrásar til íbúa Hornafjarðar. Þar setur hópurinn inn fræðslu og aðrar færslur ætlaðar til vitundarvakningar almennings. Hópurinn vinnur eins og er í því að skipuleggja viðburði í anda hringrásarhagkerfisins ætluðum íbúum auk þess að kanna nýjar leiðar til endurvinnslu plasts og annarra efna sem nauðsynlegt er að endurvinna betur.