Nýheimar þekkingarsetur vill vekja athygli áhugasamra á ráðstefnu um löggæslu og samfélagið sem haldin verður miðvikudaginn 21. febrúar í Háskólanum á Akureyri.

Á vef Háskóla Akureyrar segir um ráðstefnuna:

Þema þessarar fyrstu ráðstefnu er löggæsla í dreifbýli. Alla jafna eru færri afbrot framin í dreifbýli en þéttbýli og endurspeglast þessi staðreynd í þeirri friðsælu hugsýn sem margir hafa af dreifðum byggðum. En þar er ekki öll sagan sögð. Víða um heim hefur orðið vitundarvakning um þær sérstöku áskoranir sem löggæsla í dreifbýli felur í sér.

 

Mörg spennandi erindi verða flutt á ráðstefnunni og eiga þau erindi við alla þá sem áhuga hafa á samfélags- og byggðarmálum.

Dagskrána má nálgast hér.