Í júní s.l. fór fram lokafundur í verkefninu NICHE, Frumkvöðlastarf um óáþreifanlegan menningararf (e. Nurturing Intangible Cultural Heritage for Entrepreneurship).

Samstarfsaðilar setursins hjá Þekkingarneti Þingeyinga fara með verkefnastjórnina en samstarfsaðilarnir koma frá níu stofnunum viðsvegar um Evrópu.

Á fundinum voru rædd praktísk atriði varðandi verkefnalok, miðlun afurða og verkskil til Rannís, sem sér um Erasmus+ styrki á Íslandi.

Allar afurðir verkefnisins hafa nú verið gerðar aðgengilegar á heimasíðu verkefnisins, NICHE (nicheproject.eu)