Haustið er komið og starfsemi háskóla landsins er byrjuð af fullum krafti en með breyttu sniði og eru óvenjumargir háskólanemar í fjarnámi um þessar mundir.
Námsaðstaða utan heimilis er í mörgum tilfellum nauðsynleg fyrir einbeitingu nema.
Háskólanemar í Hornafirði eru allir velkomnir að nýta sér þá námsaðstöðu sem í boði er í Nýheimum.
Aðstaðan er háskólanemum að kostnaðarlausu og aðgengileg á opnunartíma Nýheima kl.7:30-17:00 á virkum dögum og laugardaga kl.11-15.
Einnig geta nemar gert námssamning við Nýheima þekkingarsetur og fengið aðgang að húsinu umfram opnunartíma þess.
Nýir básar með átta borðum og skrifborðsstólum auk sófa eru í námsaðstöðunni..
Námsaðstaðan er sótthreinsuð daglega en einnig eru bæði handspritt og sótthreinsir fyrir snertifleti aðgengileg í rýminu.
Minni nema á að virða fjarlægðir milli einstaklinga, spritta vel og vera heima ef einkenni eru til staðar.
Frekari upplýsingar fást hjá Kristínu Völu í Nýheimum eða tölvupósti kristinvala@nyheimar.is.