Að tengja störf tengdum óáþreifanlegum menningararfi við EQF og ESCO:
Lokaniðurstöður úr alþjóðlegri greiningu.

Óáþreifanlegur menningararfur er kunnátta, venja, framsetning eða færni sem UNESCO telur til sem menningararf staðar; Það tekur til óefnislegra hugverka svo sem þjóðsagna, siða, hefða, trú, þekkingu og tungumáls.

NICHE verkefnið (Nurturing Intangible Cultural Heritage for Entrepreneurship eða efling frumkvöðlastarfs á sviði óáþreifanlegs menningararfs) mun hanna nýstárlegt kennsluefni fyrir þann vanmetna hóp fagfólks (og tilvonandi starfsfólks) sem starfa á sviði ICH (óáþreifanlegs menningararfs) og kynna leiðir til frumkvöðlastarfa innan sviðsins, auka samkeppnishæfni og viðhalda vexti þess. Kortlagning á þessari faglegu starfsgrein kemur frá ítarlegri greiningu samstarfaðila, sem framkvæmd var allt árið 2021 og er loksins tiltæk á vefslóð verkefnisins.

Skortur á klæðskerasniðinni þjálfun í þessari starfsgrein er undirstrikuð í skýrslu, sem Evrópusambandið gaf út í júní 2019 og ber heitið “Fostering Cooperation in the EU on Skills, Training & Knowledge Transfer in Cultural Heritage Professions”. Skýrslan afhjúpar nauðsynlega þörf þess að íhuga hvernig best er að auka, kynna og vernda, hefðbundið, faglegt og sérhæft fagfólk eða sérfræðinga í menningararfleifð innan Evrópusambandsins.

Í gegnum alla rannsóknina, beindu samstarfsaðilar sjónum sínum að:

  1. Kortlagningu og kennsl borin á þau störf, er tilheyra innan sviðs óáþreifanlegs menningararfs
  2. Þyrping fagfólks innan ICH greinarinnar
  3.  Hæfniviðmið ICH fagfólks innan ESCO
  4.  Almenn hæfni og færni ICH stjórnenda
  5.  Röðun faglegrar hæfni ICH innan skala EQF, frá stigum 3- 5

Niðurstöður greiningarinnar eru eftirfarandi:

Ítarlegri upplýsingar um niðurstöður greiningarinnar á Íslandi má finna hér.

Allar niðurstöður NICHE verkefnisins eru tiltækar á opnu formi á heimasíðu verkefnisins: www.nicheproject.eu

\"\"

\"\"