Verkefnið Frumkvöðlastarf um óáþreifanlegan menningararf er nú að líða undir lok en verkefnið var til tveggja ára og hófst 1. nóvember 2020. Sótt var um verkefnið á Íslandi og fer Þekkingarnet Þingeyinga á Húsavík með verkefnastjórn yfir verkefninu en aðrir þátttakendur í verkefninu koma frá Belgíu, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Spáni og Svíþjóð.  

Enskt nafn verkefnisins er Nurturing Intangible Cultural Heritage for Entrepreneurship en í daglegu tali gengur verkefnið undir skammstöfuninni NICHE. Verkefnið miðar að því að efla frumkvöðlastarf í menningargeiranum með því að leggja aukna áherslu á óáþreifanlegan menningararf.

Allar afurðir verkefnisins hafa nú verið gerðar aðgengilegar á heimasíðu verkefnisins, NICHE (nicheproject.eu)