NICHE verkefnið á Íslandi !

Við kynnum með stolti opinbera vefsíðu NICHE verkefnisins,  www.nicheproject.eu

Skammstöfunin NICHE stendur fyrir, Nurturing Intangible Cultural Heritage for Entrepreneurship; sem á íslensku útleggst „Að hlúa að óáþreifanlegum menningararfi í frumkvöðlastarfi“.

Vefsíðan mun hýsa allar upplýsingar um verkefnið, framkvæmd, markmið og aðdraganda þess ásamt upplýsingum um alla samstarfsaðila sem taka þátt í verkefninu. NICHE verkefnið er fjármagnað af Erasmus+ samstarfsáætlun Evrópusambandsins. Þekkingarnet Þingeyinga leiðir verkefnið en í því eru 9 samstarfsaðilar frá 7 Evrópulöndum. Nýheimar þekkingarsetur á Höfn í Hornafirði tekur einnig þátt en aðrir samstarfsaðilar koma frá Belgíu, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Spáni og Svíþjóð.

Markmið NICHE er að efla frumkvöðlastarfsemi á vettvangi óáþreifanlegs menningararfs með því að þróa þjálfunarleiðir og fræðsluefni sem eflir og eykur samkeppnishæfni og frumkvöðlastarf. Allt efni, svo sem kennsluefni, leiðbeiningar og myndbönd sem verkefnið mun skila af sér verður opið almenningi.

Fylgist með!