Söfn og menntastofnanir mega nú aftur opna hús sín frá og með deginum í dag og eru því allir velkomnir í Nýheima.

Enn ber einstaklingum að fylgja ráðleggingum um hreinlæti og tveggja metra fjarlægð.

Námsaðstaða fyrir fjarnema á háskólastigi er nú opin en af þeim átta rýmum sem í boði eru skal einungis nýta fjögur þeirra á hverjum tíma, til að tryggja fjarlægðarmörk.

Áhugasamir háskólanemar eru hvattir til að hafa samband við Kristínu Völu vegna frekari upplýsinga.

Kristín Vala
kristinvala@nyheimar.is
470-8089

\"\"