Undanfarin misseri hefur Háskólafélag Suðurlands í samvinnu við Fræðslunet Suðurlands
veitt háskólanemum á Hornafirði þjónustu í tengslum við próftöku og aðgang að lesaðstöðu í Nýheimum.
Á fundum stjórna Háskólafélags Suðurlands og Nýheima Þekkingarseturs í október var ákveðið að
Nýheimar Þekkingarsetur muni framvegis þjónusta háskólanema á Hornafirði.
Háskólafélagið mun áfram vera aðili að Nýheimum þekkingarsetri og við þetta verður ekki breyting
á starfi starfsmanns Fræðslunets Suðurlands í Sveitarfélaginu Hornafirði.
Þjónusta við háskólanema mun áfram vera með sama sniði og verið hefur.
Umsjón með námsaðstöðu og próftöku hafa Hugrún Harpa Reynisdóttir, forstöðumaður Nýheima þekkingarseturs
og Kristín Vala Þrastardóttir, verkefnastjóri setursins.
Viljum við hvetja alla námsmenn á svæðinu til þess að kynna sér þá aðstöðu sem boðið er uppá í Nýheimum.