Nejra Mesetovic hefur verið ráðin til starfa sem verkefnastjóri hjá Nýheimum þekkingarsetri.

Nejra er með BS-próf í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands, ásamt því að vera með MS-próf í markaðsfræði frá Háskólanum á Bifröst. Hún hefur reynslu af alls kyns verkefnum tengdum markaðs- og ferðaþjónustumálum þar sem hún starfaði áður hjá Markaðsstofu Suðurlands, Glacier Adventure og Ríki Vatnajökuls.

Nejra mun koma að innlendum og erlendum samstarfsverkefnum Nýheima þekkingarseturs auk þess að vinna að kjarnaverkum setursins á sviði rannsókna, menntunar, menningar og nýsköpunar.  

Nejra hefur þegar hafið störf og bjóðum við hana hjartanlega velkomna til starfa!