Sandra Björg Stefánsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Nýheimum þekkingarsetri.
Bakgrunnur Söndru Bjargar er BA próf í ferðamálafræði og viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum.
Þá hefur hún lokið meistaranámi í mannauðsstjórnun frá HÍ.
Sandra Björg er fædd og uppalin í Kópavogi en bjó á Höfn á árunum 2008-2013.
Þá starfaði hún hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands og Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu ásamt því að sinna ýmsum félagsstörfum.
Síðan þá hefur Sandra Björg starfað hjá Félagsstofnun Stúdenta og hvatadeild Iceland Travel í Reykjavík.
Sandra Björg er nú flutt aftur til Hafnar ásamt manni sínum og árs gamalli dóttur.