Nýtt verkefni setursins

Nýheimar þekkingarsetur fékk nýverið, ásamt samstarfsaðilum, styrk frá Erasmus+ til að vinna verkefnið SPECIAL eða Supporting and Promotion EntreComp through Innovative Advanced Learning. Fyrsti fundur verkefnisins var fjarfundur í nóvember en ásamt setrinu koma samstarfsaðilarnir frá Þekkingarneti Þingeyinga á Íslandi og sex evrópulöndum.

SPECIAL miðar að því að styrkja lífsleikni og „mjúka færni“ (soft skills) hjá ungu fólki sem ekki er í námi eða þjálfun og er án atvinnu (NEET). Markmiðið er að styðja þau til þátttöku í samfélaginu og á vinnumarkaði, en verkefnið á sérstaklega vel við núna vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 hefur haft á samfélagið.

Í SPECIAL munu samstarfsaðilarnir þróa og prufukeyra þjálfunaráætlanir en markmiðið er að þær séu sveigjanlegar og sniðnar að þörfum markhópsins.

Á þessum fyrsta fundi sem haldinn var gafst samstarfsaðilunum tækifæri til að kynnast og ræða verkefnið sem fram undan er. Mest áhersla var lögð á að ræða uppbyggingu og hönnun vefumhverfisins sem mun hýsa allt efni verkefnisins. Síðan voru línurnar lagðar fyrir annan verkhluta sem er þverþjóðlegt kortlagning á þörfum markhópsins, NEETs, eftir Covid-19 faraldurinn út frá EntreComp og LifeComp sem eru hæfniviðmið um frumkvöðlahæfni annars vegar og lífsleikni hins vegar.

Á upphafsfundinum gafst einnig  tækifæri fyrir samstarfsaðilana til að koma sér saman um merki (logo) verkefnisins og veflénið sem eru fyrstu skrefin til að auka sýnileika verkefnisins.

 

Verkefnastjórar Stafrænna samfélaga fyrir hönd Nýheima Þekkingarseturs eru Hugrún Harpa (hugrunharpa@nyheimar.is) og Kristín Vala (kristinvala@nyheimar.is)

\"\"

\"\"