\"\"

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Ratsjána, verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og landshlutasamtökin á landsbyggðinni.

Ratsjáin mun snerta á helstu áskorunum sem fyrirtækjaeigendur standa frammi fyrir í dag og hvetjum við öll ferðaþjónustu fyrirtæki sem geta og vilja taka þátt að sækja um.

Sækið um hér!

Umsóknarfrestur er til 31. janúar. Verkefnið er 8 vikur og stendur yfir frá 15. febrúar – 5. apríl. Kynningarfundur fyrir áhugasama verður 25. janúar kl. 13.

Þátttökugjald í Ratsjána er 40.000 kr per fyrirtæki en allt að tveir þátttakendur geta tekið þátt frá hverju fyrirtæki. Allflestir starfsmenntasjóðir styrkja við þátttökugjöld að þessu tagi.

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna á síðu Íslenska ferðaklasans