Rannsóknardagur Nýheima verður haldinn 4. maí nk. í Nýheimum. Kynntar verða fjórar rannsóknir sem unnar eru í Hornafirði þessi misserin. Erindin eru af ólíkum toga og endurspegla vítt rannsóknarsvið rannsakenda á Suðausturlandi. Dagskráin hefst kl. 16:00 og stendur til 18:00.
16:05 Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu: Viðhorf Hornfirðinga til ferðamanna í Hornafirði. Adisa Mesetovic nemi og Hildur Þórsdóttir
16:30 Þekkingarsetrið Nýheimar: LUV – lýðræðisvitund og valdefling ungmenna á landsbyggðinni. Hugrún Harpa Reynisdóttir verkefnastjóri og Margrét Gauja Magnúsdóttir starfandi náms og starfsráðgjafi.
16:55 Kaffihlé
17:05 Náttúrustofa Suðuausturlands: Umrót á tímum loftslagsbreytinga – land og jökulbreytingarvið Breiðamerkurjökul og Hoffellsjökul. Snævarr Guðmundsson sviðsstjóri.
17:30 Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Höfn: Landslag – þar sem maður og náttúra mætast. Þorvarður Árnason