Rannsóknaþing Nýheima fer fram á morgun, þann 26. nóvember kl. 16:00 – 18:00, í fyrirlestrarsal Nýheima. Gestir eru boðnir velkomnir í fyrra fallinu til að þiggja kaffiveitingar.
Á þinginu verða kynnt það rannsóknarstarf sem fram fer þessi misserin inn þekkingarsetursins. Jafnframt verða erindi frá kollegum okkar á Kirkjubæjarklaustri en í samstarfi fræðasamfélagsins á landsbyggðinni felast mikil sóknartækifæri, ekki síst í rannsóknum.
Rannsóknarþingið er hið fyrsta í röð um fjórar grunnstoðir Þekkingarsetursins Nýheima: menntunar, menningar rannsókna og nýsköpunar. Áætlað er að næsta samkoma verði á vormánuðum þar sem áherslan verður eina af öðrum stoðum setursins.
Þingið er opið og eru áhugasamir hvattir sérstaklega til að koma.