Ríki Vatnajökuls ehf. er ferðaþjónustu-, matvæla- og menningarklasi Suðausturlands. Meginhlutverk er að vinna að markaðssetningu svæðisins með áherslu á vetrartímann. Svæðið nær frá Lómagnúp í vestri að Hvalnesi í austri og heyrir undir Sveitafélagið Hornafjörð. Unnið er að framgangi verkefna sem stuðla að bættri grunngerð og betri gæðum svæðisins. Ríki Vatnajökuls sér einnig um gerð kynningarefnis fyrir svæðið í heild sinni og dreifingu þess. Að félaginu standa um 80 fyrirtæki sem flest tengjast ferðaþjónustu með beinum eða óbeinum hætti.

Nú hefur Ríki Vatnajökuls starfað í áratug. Á þeim tíma hefur ferðaþjónusta aukist mjög mikið og orðið ríkari þáttur í atvinnulífi svæðisins. Ýmsar breytingar eru nú fram undan hjá félaginu. Fyrirhugað að opna bókunarþjónustu ásamt nýrri heimasíðu til að þjónusta betur og koma ferðaþjónustuaðilum í ríki Vatnajökuls enn frekar á framfæri.

470 8080

Nýheimar, Litlubrú 2, 780 Höfn Hornafirði.

Olga Ingólfsdóttir

Framkvæmdastjóri

Símanúmer: 470 8080

Netfang: olga@visitvatnajokull.is

Nejra Mesetovic

Verkefnastjóri

Símanúmer: 470 8080

Netfang: nejra@visitvatnajokull.is