Fjölþjóðlegt mat á NEET í ESB: Niðurstöður úr fyrsta hluta SPECIAL verkefnisins

NEET (ungt fólk sem er ekki í vinnu, námi eða þjálfun) er sundurleitur hópur sem stendur frammi fyrir ákveðnum hindrunum á vinnumarkaði. Takmörkuð starfsreynsla og aðlögunarhæfni eru dæmi um þær hindranir sem ungt fólk mætir á vinnumarkaði. 

Annað aðkallandi vandamál sem blasir við ungu fólki í Evrópu í dag, er skortur á atvinnutækifærum fyrir fólk án menntunar. Þetta vísar til þess að sumar lægstu stöður í stofnunum krefjast menntunar þó svo það komi starfinu sjálfu ekki við. Þetta getur verið vandamál fyrir ungt fólk sem af einhverjum ástæðum hefur ekki haft tækifæri til náms. 

Sumir ungir einstaklingar hafa einfaldlega ekki burði til að fjármagna nám, búa í dreifbýli eða afskekktum svæðum, búa við fatlanir eða hafa af einhverjum öðrum ástæðum takmarkaðan aðgang að góðri formlegri eða óformlegri menntun. Þessir einstaklingar eru líklegri til að fá ekki störf eða sjá ekki fram á framtíðartekjur við hæfi. 

Að auki getur skortur á upplýsingum um tækifæri sem standa ungu fólki til boða verið vandamál. Þá geta aðstæður í æsku eða á heimili verið letjandi fyrir ungt fólk sem skortir hvata og sjálfstraust til að takast á við aðstæður utan heimilisins, svo sem í námi, atvinnu eða félagsstarfi. Dvínandi innri hvati er vandamál sem margt ungt fólk stendur frammi fyrir. 

Enn fremur hætta sumir einstaklingar að leita vinnu vegna langrar atvinnuleitar og/eða fjölda hafnana. Samfélagið fer því á mis við þeirra framlag og óþekkta möguleika. 

Í  efnahagskreppunni 2008-2013 fjölgaði fólki í NEET hópnum, sem og með tilkomu COVID-19 heimsfaraldursins, sem leiddi til hækkunar NEET í 15.2% árið 2020 samanborið við 14% árið 2019. Dæmi um áhrifaþætti sem leiða til þess að hátt hlutfall ungs fólks er ekki í vinnu, námi eða þjálfun er:

Á grundvelli alls framangreinds miðar SPECIAL verkefnið að því að þróa ný menntunar- og kennslutæki sem fagfólk á sviði menntunar og þjálfunar hefur yfir að ráða, til að virkja ungt fólk, styðja við og viðhalda (endur)aðlögun þess á vinnumarkaði og í samfélaginu almennt. SPECIAL er alþjóðlegt verkefni sem fjármagnað er af Erasmus+ áætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Niðurstöður kortlagningar samstarfsaðila SPECIAL verkefnisins eru nú aðgengilegar, á fjölmörgum tungumálum, á vef  verkefnisins: https://projectspecial.eu/