Staða og líðan ungs fólks hefur verið mikið í brennidepli undanfarin ár og umfjöllun um álag, geðheilbrigði og kynbundin mun verið hávær.

Rannsóknarverkefnið Staða og líðan ungs fólks í landbyggðarsamfélagi hlaut styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna í ár og leggur Dr. Anna Guðrún Edvardsdóttir spurningakönnun fyrir ungt fólk í Sveitarfélaginu Hornafirði. Leitað er eftir svörum ungs fólks um málefni tengd þeim og upplifun þeirra á samfélaginu.

Niðurstöður rannsóknarinnar munu varpa ljósi á stöðu ungmenna í sveitarfélaginu og leggja grunn að mögulegum framtíðarverkefnum setursins fyrir markhópinn.

Við hvetjum öll ungmenni á aldrinum 15-30 ára í Sveitarfélaginu Hornafirði til að taka þátt. Með góðri þátttöku verður niðurstaða könnunarinnar marktækari og leggur lóð á vogaskálar okkar fyrir bjartri framtíð ungmenna í sveitarfélaginu.

Meðfylgjandi er hlekkur á könnunina. Könnunin tekur um 10 mínútur.

https://www.surveymonkey.com/r/B3GPDMW

Bestu þakkir fyrir þátttökuna.