Verkefnið Stafræn samfélög hefur verið í vinnslu hjá Nýheimum þekkingarsetri undanfarin ár.

Ferlið hófst með undirbúningi umsóknar sem hlaut svo styrk frá Rannís í mars 2020 en verkefnið var til tveggja ára og hófst 1. nóvember sama ár og er nú að ljúka.

Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við hagaðila á svæðinu og hafa afurðir þess nú verið kynntar, annars vegar í Nýheimum á opnum fundi sem haldinn var í Nýheimum 18. október síðastliðnum og á fundi í Ekrunni fyrir starfsfólk og íbúa föstudaginn 21. október.

Afurðir verkefnisins hafa verið gerðar aðgengilegar á heimasíðu verkefnisins https://www.digital-communities.eu/